Vernd
UppljóstraraDýravaktin-samtök um réttindi og velferð dýra
hvetja öll sem kunna að búa yfir upplýsingum um dýraníð, í hvaða birtingarmynd sem er, til þess að stíga fram og hafa samband við samtökin og veita upplýsingar um meinta gerendur. Samtökin heita uppljóstrurum trúnaði.

Trúnaður.
Uppljóstrarar sem leita til samtakanna njóta trúnaðar um þær upplýsingar og gögn sem þeir kunna að veita Dýravaktinni.
Dýravaktin hvetur öll til þess að koma fram undir nafni en ef slíkt er ómögulegt, er fullum trúnaði heitið nema lagaboð geri kröfu um annað.
Allar upplýsingar sem berast Dýravaktinni eru staðfestar eftir fremsta megni og eftir atvikum sendar kærur til lögreglu og Matvælastofnunar.
Ef uppljóstrari er starfsmaður lögaðila sem starfsmaður telur að sé brotlegur við lög eða hafi gerst sekur um aðra ámælisverða háttsemi, benda samtökin á lögbundna vernd uppljóstrara, sbr. lög um vernd uppljóstrara nr. 40/2020.